#100 Skoðanir Jóhannesar Hauks

„Jóhannes Haukur er leim, hann er með sökkaðar skoðanir, eða mig minnir það allavega, ég man ekki alveg hvað hann var alltaf að segja, en mig minnir að hann sé með ömurlegar skoðanir“ sagði Bergþór í #14 Skoðanir Arons Mola sumarið 2019. Sumarið 2020 var Jóhannes Haukur staddur á Írlandi í einangrun, nýgenginn í bræðralagið, og heyrði þessar svívirðingar. Jóhannes svívirti ekki til baka heldur fyrirgaf ummælin, svona þannig séð, og gerðist styrkjakóngur Skoðanabræðra á Patreon. Þessi atburðarrás er rakin í þaula ásamt umræðum um: Hollywood, nísku Þjóðleikhússins, Klaustursmálið, mótmæli, umhverfismálin, skeggvöxt, Svartur á leik, barnauppeldi, grasreykingar, tjáningarfrelsi, skoðanir, framkomubann LHÍ ofl ofl ofl. Styddu frjálsa fjölmiðlun á www.patreon.com/skodanabraedur

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.