#102 Skoðanir Arons Kristins Jónassonar

Jólasveinar, einn og átta.. Ég er auðvitað ekki að kalla Aron Kristin Jónasson einn af þeim! En það mætti ýmislegt um manninn segja. Til að spara tíma (klukkan er 16.52 á aðfangadag þegar þetta er skrifað) segi ég bara: Hann er Geitin Sjálf, þó að mannanafnanefnd þverskallist við að taka nafnið gilt. Rappari, listamaður, viðskiptasiðfræðingur, sem hér tjáir sig um allt á milli himins og jarðar. Athugið þó að þær skoðanir sem hér koma fram hafa, eins og maðurinn tiltekur sérstaklega af ótta við Æstan Múg Góða Fólksins, ekki lengri líftíma en sem nemur nákvæmlega þessum þætti. Farið á www.patreon.com/skodanabraedur.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.