#105 Að hata stjörnuspá er að hata konur

Já.. nýtt ár! Hver hefði haldið. Fámennt áramótapartí er eins og eilíft fyrirpartí, það hefur komið fram, en það sem hefur ekki komið fram er að af örfáum konum á vettvangi héldu tvær uppi metnaðarfullri stjörnuspá fyrir veislugesti. Hvað á þunglyndum karlmanni að finnast um það og hvort finnst honum betra, það, eða kennisetningar nýfrjálshyggjunnar? Margt fleira rætt, svo sem, og vísast að hlusta á allan þáttinn inni á Patreon til að njóta hans til hlítar.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.