#111 Skoðanir Jóns Péturs Þorsteinssonar

Jón Pétur um viðtal Skoðanabræðra við Sóllilju Baltasarsdóttur: „Ekki skrýtið að þið séuð orðnir níhilistar með blæti fyrir þjóðernisíhaldi, þið hafið enga trú á náunganum og eðlilega komist þið að sömu niðurstöðu og Hobbes að það sé þörf á sterkum leiðtoga. Þið getið kannski rætt þessar pælingar við Sigmund Davíð þegar hann mætir loksins í þáttinn ykkar.“ Í stað þess að fá Sigmund Davíð (við gerum það síðar) fengum við Jón Pétur sjálfan! Þar með beygjum við aftur inn á beinu brautina og höldum áfram okkar vegferð okkar í nafni hins margumtalaða pólitíska rétttrúnaðar. Farið á Patreon, þar sem þið finnið mjög marga þætti sem ekki eru á hlaðvarpsveitum.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.