#126 Skoðanir Bassa Maraj og Jóa Pé í partíi

Það er áfengi, það er djamm, það eru óheflaðar umræður. Við erum stödd í partíi í miðbæ Reykjavíkur með mjög góðar upptökugræjur – í titli þáttarins eru svívirt nöfn þeirra sem sannarlega hafa mikla aðkomu að umræðunum, en eru ekki endilega eins vel til þess fallin að hala inn smellum og nöfnin sem urðu fyrir valinu. Til dæmis sitja Hákon Jóhannesson og Ísak Hinriksson inni í hljóðveri lungann úr þættinum og systkinin Sigurbjartur Sturla og Rafnhildur Rósa Atlabörn leggja þannig sömuleiðis ófá orð í belg. FARÐU INN Á PATREON! Skoðanabræður.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.