#128 Skoðanir Noregs

Fleiri Norðurlandaþættir koma á Patreon – sá fyrsti er frír í heild sinni. Googla: Patreon Skoðanabræður og fáðu aðgang að endalaust að efni fyrir 634 krónur. Noregur! Kæra bræðralag: Vorgjöf Skoðanabræðra er þessi sérstaki þáttur um Noreg, þar sem heyrast skoðanir fjögurra álitsgjafa á þessu sérstaka landi, sem er auðvitað upprunastaður okkar Íslendinga, a.m.k. að svo miklu leyti sem aðrir staðir eru það ekki. Menning, efnahagur, pólitík í Noregi - og hreinræktaður ömurleiki tilverunnar í mynd elliheimilismáltíða sem samanstanda af bæði kjötbollum og fiski – þessu eru hér öllu gerð fullkomin skil í samtali við fjóra sannkallaða Noregskonunga. Hlustið bara á þetta frá A til Å (síðasti stafur norska stafrófsins). Og ef þið villist um í hverfinu hérna, eru tímasetningar einstakra viðtala eftirfarandi: 9. Már Jónsson sagnfræðingur 36. Brynjar Barkarson popptónlistarmaður 51. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður 1:22. Þóra Tómasdóttir blaðamaður

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.