#138 Við hörmum að Ofurdeildin hafi ekki orðið að veruleika

Það er synd og skömm að ekki hafi orðið af Ofurdeildinni, einhverju merkasta framtaki síðari tíma, að mati Skoðanabræðra. Þetta kemur fram í nýjum Bræðralagsþætti, þar sem markið var sett hátt: Að mynda sér skoðun á einhverju gefnu fyrirbæri án þess að hafa nokkra minnstu forsendu til þess. En okkur skilst að ef af þessu hefði orðið, hefði verið úti um fótboltann. Þarna var dauðafæri illa nýtt. Önnur umræðuefni: Rétt og röng stjörnuspá, sturlaðar hugmyndir um einkavæðingu, viðbjóðslegir brundstólar fyrir Playstation 5 úr Eymundsson og aumingjaskapur FIFA-spilarana. Og margt fleira! Patreon, fyrir djúsinn. Googla Skoðanabræður Patreon.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.