#146 Skoðanir Verzló

Hlustaðu í fullri lengd inná www.patreon.com/skodanabraedur Verzlunarskóli Íslands, þar sem valdafýsnir ungir karlmenn komast í fyrsta skipti í snertingu við hinn sjúka heim spillingar, læra að svívirða konur og aðra hópa sem minna mega sín, bæla niður allra tilfinningar, drepast á bjórkvöldum, kýla í veggi, öskra í kodda, og ganga yfir mörk? Eða hvað? Sóley Margrét Valdimarsdóttir (f. 2002) stjórnar hlaðvarpsþætti Verzlunarskólans; Verzló Podcast. Hún greinir stöðu Marmarans í dag. Aron „Mola“ Ólafsson (f. 1993) útskýrir að „PC var ekki til“ þegar hann var í Verzló. 12:00 þættir, Morfís, Gettu Betur, Nemendafélagskosningar, Leynifélög. Þetta er allt rætt!

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.