#169 Skoðanir Tuma Gonzo Björnssonar

www.patreon.com/skodanabraedur Fyrsta einkaviðtalið við Tuma Gonzo Björnsson, manninn sem Trumpaði forsetakosningar MH árið 2015 og lofaði að gera skólann meira dirty. Þátturinn er tekinn upp í Egilsstofu og karlmennirnir þrír sem grípa í mæka eru allir í rúllukragapeysum. Hér talar Tumi um hvernig hann komst inn á Sviðshöfundabraut LHÍ (Joey Christ brautina), hvernig hann lauk því námi og hvað hann fékk út úr því. Einnig talar hann um grasferðir til Amster, vinnuna í ferðaþjónustunni, reefer partí í Vesturbænum, MH heimapartí, raf- og rokktónlist og Secret Solstice.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.