#171 Skoðanir Lil Curly

Lil Curly.. samfélagsmiðlastjarna landsins. „TikTok“ – er það ekki sakleysisleg tómstundaiðja? Nei, virðist geta verið annað og meira og maður sem hefur þegað sigrað Ísland þarf auðvitað að fara út í heim. Stefnan er tekin þangað, eins og hér er rætt. Í millitíðinni er samt best að láta ekki cancella sér, segir Curly, sem er auðvitað bara maður með sínar tilfinningar, heitir meira að segja Arnar Gauti Arnarsson svona að skírnarnafni. Og ræðir hér ýmislegt við Skoðanabræður, allt frá háleitum markmiðum sínum að daglegu lífi - og jafnvel að sambandi hans við King Nökkva Fjalar.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.