#191 Skoðanir Hjörvars Hafliðasonar

Velkomin í hlaðvarp ungra jafnaðarmanna. Hjörvar Hafliðason er stór í leiknum, það liggur fyrir. Hér á nýjum vettvangi, nefnilega mættur í 101 og þurfti að kaupa nýjan bol á leiðinni í þáttinn til að falla örugglega í kramið.  Skoðanabræður vildu óska þess að þeir kynnu að meta snilligáfu hans á sviði fótboltans. Því er ekki að heilsa og því er grafið eftir snilligáfu á öðrum sviðum, sem reynist ekkert ýkja djúpt á. Það er ekki margt um þetta að segja svona skriflega, hér setjast einfaldlega regin öll á rökstóla og facta hlutina, þrír PhD. Stuttur kynningartexti helgast sem sé af sama lögmáli og lýst er í þættinum, að það er ömurlegt að þurfa að skrifa djöfuls fréttina. Munnlegt skúbb er æðsta stig.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.