#197 Skoðanir Níels Thibaud Girerd

Sælir, Nilli, og nú er hann mættur í Skoðanabræður, öllum þessum árum síðar. Hann er útskrifaður leikari, hefur verið lykilmaður í Íslensku óperunni um árabil og kann bíómyndina uppúr Kristnihaldi undir jökli utan að. Persónulegt viðtal við Niels, sem er sérstaklega mikill kóngur, verður að segjast. Og auðvitað, óhjákvæmilega, eru gerð upp þau miklu eftirmál sem urðu af sakleysislegu freestyle-i Nilla fyrir sjónvarp mbl.is á Airwaves 2011. Að verða stjarna fyrir annað eins er auðvitað einstakt fyrirbæri í menningarsögunni – en þetta er frægð sem hefur verið nýtt til góðs.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.