#198 Auðvitað kennum við leiðinlegt shit en ekki gagnlegt drasl
Veður eru válynd… nóvember. Þetta gerist ekki verra, segir Bergþór, en það er jákvætt. Þetta er þess vegna bókstaflega ekki að fara að verða verra. Til umræðu í vikunni eru að sjálfsögðu einkum skilaboð kvennanna í Fortuna Invest til þjóðarinnar: Lánveitingar skipta meiru máli en helgur menningararfur. Það er svosem hægt að fallast á það í svona praktískum skilningi. En málið er flóknara, eins og hér er rætt. Við ræðum einnig stöðu fjölmiðla, eins og okkar er von og vísa. RÚV – eru þau að missa tökin, er spurt. Og Rosalía.. verður sá katalani næsta stórstjarna heimsins?