#275 Skoðanir Auðuns Blöndal

Hlustaðu í fullri lengd (90mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur Auðunn Blöndal hefur náð þeim fágæta árangri að endurnýja umboð sitt sem helsti skemmtikraftur landsins hjá hverri kynslóð á eftir annarri. Hvaða ekki-tónlistarmaður selur upp tónleika í Laugardalshöll? Hér sest Auddi í ráðuneyti Skoðanabræðra, fer yfir ferilinn, pólitíkina, umræðuna, skítafréttirnar, hlaðvarpið, innblásturinn, föðurhlutverkið, spilavítin, giggin, Þjóðhátíð og ég nenni ekki að skrifa meira. Hlustið! Ný hlið á lykilmanni. P.S. Í þættinum eru athugasemdir hafðar frammi sem gefa upptökutíma hans til kynna, sem sé skömmu fyrir verslunarmannahelgi í ágúst 2023. Þá er þar rætt um að gefa þáttinn út á tíma, sem ekki varð útgáfudagur þáttarins. Misræmi þetta skýrist af ólíkum áherslum þáttastjórnenda og markaðsdeildar fyrirtækisins, en síðarnefnd eining tekur endanlega ákvörðun um öll mál.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“ Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Fylgisti með á Patreon og Instagram/X: @bm1995amorfati