#277 Skoðanir Gunnars Smára Egilssonar

Farðu á https://www.patreon.com/skodanabraedur Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi sest í ráðuneyti Skoðanabræðra og reynir að afstýra hægrisveiflunni, sem tekst því miður ágætlega, enda er viðtalsrýmið safe-space þar sem gesturinn fær að ráða för. Engin erfið viðtöl. En hér er margt rætt: Staða hins viðkvæma unga karlmanns, Sjálfstæðisflokkurinn sem mafíustarfsemi, flækjustig þess að sannfæra fólk um ágæti félagshyggju þegar hið gagnstæða er ráðandi hugmyndafræði og svo hin nýja blaðamennska sem nú rís upp úr djúpinu og fer aftur út til fólksins. Samanber einmitt þetta hlaðvarp, kæru hlustendur. Gleðilegan september, incels! Skoðanabræður, fremsta hlaðvarp landsins.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“ Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Fylgisti með á Patreon og Instagram/X: @bm1995amorfati