#28 Samtal við Skoðanabræðralagið

Aurið Skoðanabræður í símanúmer 661-4648 og verðið hluti af samfélaginu. Þið getið unnið bolla, bol en fyrst og fremst er samviska ykkar í húfi. Hversu langt gangið þið í baráttunni fyrir frjálsa fjölmiðla? Fyrsti þriðjudagsþátturinn kemur hér í margumrætt hús. Í Bræðralaginu þylja Skoðanabræður upp stuðningsmenn sína, setja virðingu á nafn þeirra sem hafa sett virðingu á nafn þeirra, ef það er ekki of setningafræðilega tormelt fyrir þig, kæri stuðningsmaður, ef þú ert slíkur, það er. Þátturinn er tekinn upp 27. febrúar 2020.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.