#293 Að reyna að hætta að hata jólin

Bræðurnir eru komnir í jólaskap og fara yfir allt sem vita þarf í undirbúningi fyrir hátíðirnar. Bergþór ætlar að gera ýmislegt á nýju ári, en hann ætlar ekki sérstaklega að reyna að draga úr hugmyndafræðilegri einangrun sinni. Snorri á fyrstu jólin með börnum og hefur raunhæfar væntingar til góðrar skemmtunar. Umræðuefni: Upplýsingaóreiðan í jólaboðinu, Taylor Swift manneskja ársins hjá Time, væntanleg plata Kanye West og margt sem ég er núna að gleyma.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“ Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Fylgisti með á Patreon og Instagram/X: @bm1995amorfati