#297 Ísland vs. Bandaríkin m/ Aroni Kristni Jónassyni
Fyrirsögnin sneiðir fram hjá fjölda mikilvægra umræðuefna en þetta er þó mikilvæg spurning. Í þessum einstaka þætti Skoðanabræðra er Aron Kristinn Jónasson frumkvöðull og rappari fenginn að borðinu til að ræða málefni lands og þjóðar í víðum skilningi. Allt frá íslenskum her, algrími samfélagsmiðla og einsleitni í klæðaburði til vellíðunar við að koma inn á bandarískt salerni; að þannig eigi hlutirnir ef til vill að vera. Bandaríska tilraunin töluvert rædd; og farið yfir hvaða þætti Íslendingar þurfa að taka til fyrirmyndar. Þátturinn í heild sinni á Patreon