#310 *FRÍR AFMÆLISÞÁTTUR* Sársaukafullt hlustunarpartí á fyrsta þáttinn frá 2019

Í þætti vikunnar lögðu bræðurnir það á sig að hlusta á fyrsta þátt Skoðanabræðra frá apríl 2019 – fimm árum eftir útgáfuna á fimm ára afmæli þessa fremsta hlaðvarps landsins. Óhjákvæmilegt var við þær aðstæður að leggja niður fyrir sér þá hugmyndastrauma sem mótað hafa bræðurna og þeir mótað þá á móti á viðburðaríkum hlaðvarpsferli. Ekki var laust við að menn þjáðust töluvert við að skyggnast aftur í tímann og horfast í augu við sjálfa sig. Sumt eldist reyndar vel. En fátt.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“ Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Fylgisti með á Patreon og Instagram/X: @bm1995amorfati