#311 Skoðanir Prettyboitjokko

Þátturinn í heild sinni er á www.patreon.com/skodanabraedur – hann er klst og 40 mínútur! Patrik Snær Atlason er Prettyboitjokko og hann sest í ráðuneyti Skoðanabræðra þessa vikuna. Það er meira í manninn spunnið en bara glimmer og peningar, hann hefur ákveðnar hugsjónir og hugmyndir sem vert er að laða fram í dagsljósið. Persónuleg krísa hans fótboltamanns og fyllibyttu, eitrað umhverfi, að finna sjálfan sig á ný, fjárfestingar, peningamál til framtíðar, hugsjónin um að funda með Jóni Ásgeiri, Porsche-inn, drykkjan í Covid, hefðbundin kynjahlutverk, að svara símtölum frá gaurum sem þú vilt ekki hitta í húsasundi og svo framvegis og svo framvegis. Kvót: „Ég hitti Egil Helgason í Kringlunni og hann horfir ekki einu sinni á mig. Gaur, þú átt ekkert í þetta.“ 

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“ Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Fylgisti með á Patreon og Instagram/X: @bm1995amorfati