#32 Odd Þórða og versta skiptinám sögunnar, sem blessunarlega tekur nú snöggan enda

„Það hefur enginn skiptinemi í mannkynssögunni nýtt tímann verr heldur en ég,“ segir viðmælandi. Odd Þórða var fyrsti Íslendingurinn sem Skoðanabræður fabúleruðu um að væri kominn með Covid-19, þar sem hann dvaldi í ömurlegu skiptinámi í Southampton (sjá þátt #21). Eftir 7 mánuði inni í herbergi er Odd á leið í einkaþotu heim á sunnudaginn, mun fyrr en áætlað var, og því ber að fagna: Dvölinni er lokið, sem hann segir réttast að hann fengi kafla fyrir í heimsmetabók Guinness, nefnilega fyrir „versta skiptinám allra tíma.“ Hann segir hér í smáatriðum frá þeim breytingum sem orðið hafa á högum hans síðan síðast, þriðji karlmaður vikunnar sögunnar til þess að vera gestur þáttarins tvisvar. Skjótt skipast veður í lofti á þessum síðustu og bestu – örlög ráðast á svipstundu, sem annars hefðu líkast til orðið önnur. Skoðanabræður eru sagnaþulir samtímans og hlutverk þeirra er fanga þessar sögur í orð og skrásetja það sem annars hefði fokið út í vindinn. Á sama tíma eru þeir sjálfir viðfang eigin skrásetningar, nú þegar suðrið sæla andar vindum þýðum og það vorar í mestu borgum Evrópu, tekur Snorri saman föggur sínar og álpast með fyrsta flugi heim, nánar tiltekið kórónavél sérstakri, og lendir á miðnætti í kvöld. Hann, sem hugðist halda kyrru fyrir í Berlín, biðja að heilsa öllum heima rómi blíðum og koma síðan með haustskipum, sér sóttarsæng sína nú uppreidda og kemur heim með skottið á milli lappanna. Til þess að kynnast þættinum efnilega er mælst til þess að hlustendur stilli töppunum haganlega í eyrun og kveiki á þessari músík. Hér er síður en svo aðeins verið að ræða kórónaveiruna þó að vissulega svífi hún yfir vötnum. Þetta helvíti er á vegum Útvarps 101 og er alfarið rekið með framlögum frá hlustendum með því að senda pening með AUR eða KASS í númer 661-4648.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.