#328 Allt um einn mikilvægasta höfund samtímans (II. þáttur um Nassim Nicholas Taleb)

Nassim Nicholas Taleb er sérfræðingur í líkindum, fjárfestingum og almennum kóngalífstíl. Tvímælalaust einn af mikilvægari höfundum samtímans, eins og stöðugar vinsældir bóka hans sýna. Á meðal þeirra: Fooled by Randomness, Black Swan, Antifragile og Skin in the Game. Í þessum þætti förum við efnislega yfir einstaka, nýstárlega og nærandi hugmyndafræði Taleb, sem getur líklega gert þig að betri manni. Viltu til dæmis hætta að vera viðkvæmur og verða beinlínis andviðkvæmur? Engrar þekkingar á neinu krafist til þess að ýta bara á play!

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“ Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Fylgisti með á Patreon og Instagram/X: @bm1995amorfati