#336 Hamingjusamur, heilbrigður, auðugur? *BROT*

Skoðanabræður snúa aftur eftir veikindi og víla ekki fyrir sér að koma sér beint að efninu um framtíð þjóðarinnar. Hvert stefnum við, nú þegar stjórnmálasviðið er galopið og örlagastund knýr dyra? Hér er þessu ekki beint svarað en þetta er rætt, tekið upp á miðvikudagsmorgni. Stóra sýnin fyrir Ísland, stóra allsnægtabyltingin – happy, healthy og wealthy þjóð. Komið inn á Naval Ravikant, rafmyntir, þjóðargjaldmiðla og stóru málin á næsta kjörtímabili. Að auki: Pælið í því að Píratar hafi eitt sinn virst eðlilegt stjórnmálaafl. Og: Vinur Begga svaf yfir stærðfræðipróf í Verzló og því hefur Bergþór aldrei gleymt. Snorra dreymir enn martraðir um að jólapróf í latínu vofi yfir en að hann sé ekki byrjaður að læra. Skólakerfið okkar. Einnig: Nýtt startup í sjávarútvegi á vegum Sigga Bjartmars, Greenfish.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“ Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Fylgisti með á Patreon og Instagram/X: @bm1995amorfati