#350 Skoðanir Gunnars Jörgen Viggóssonar

Í byrjun árs 2024 hafði Gunnar Jörgen samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að umturna lífi mínu. Ég svaraði játandi - og þá hófst svakaleg svaðilför. Til að byrja með hlustuðum við á bókina Change Your Paradigm, Change Your Life eftir Bob Proctor 30 mín á dag 60 daga í röð og töluðum saman í símann á hverju kvöldi um bókina. Síðan tókum við 110 daga hugleiðsluprógrammið Awakening The Heart Vol. 1. Ein hugleiðsla á dag og alltaf símtal á kvöldin. Eftir það lásum við 30mín í bókinni The Incredible Reality of You 90 daga í röð og héldum áfram að tala í símann á hverjum degi. Síðan tók Awakening The Heart Vol. 2 við. Við kláruðum það núna í desember. Öll þessi prógröm hafa sannarlega breytt lífum okkar beggja og í þessum þætti greinum við frá þessum breytingum. Finnið Gunnar Jörgen á TikTok: @gunnar.heartfeltservices

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.