#36 DJ Dóra Júlía, ljósir punktar í faraldrinum og úrkynjuð unglingsgerpi á Instagram

1:18 fara aftur í menntaskóla og unglingalíkamar 07:30 styrkjakóngurinn kynntur inn 10:00 skoða gömul skilaboð á Messenger 13:40 Snorri mætir í mataboð yfirnáttúrulega þunglyndur 17:30 sumarbústaðabann 24:00 Joe Biden elliær 27:20 Þjóðhátíð og FM95BLÖ 41:30 nýja Drake lagið svívirt 45:45 Dóra Júlía 01:10:50 Hildur Lilliendahl,feministar og fjölmiðlar 01:22:40 Talented Mr. Ripley, Matt Damon og Gwyneth Paltrow 01:42:15 íslenskir tónlistar ópólitískir Aurið eða Kassið í símanúmer 661-4648 – Skoðanabræður eru að safna fyrir nýju hljóðkorti og þeir myndu aldrei taka fé fyrir að auglýsa nokkurn skapaðan hlut, og þurfa þeim mun frekar á hjálp þinni að halda. Þú veist að þú skuldar.  Þáttur dagsins, gjöf til hlustenda.. Fyrst skal frægan telja: Dóra Júlía heiðrar okkur með símtali árla morguns á skírdegi þar sem farið er yfir stöðu mála. Hvernig fer fólk að því að halda haus þegar bókstaflega svona fimm epískum utanlandsferðum um suðrænar sólareyjar er aflýst á einu bretti og ekkert blasir við nema líflaus auðn? Jú, það áttar sig bara allt í einu á því sem skiptir máli í lífinu, góðir félagar og góð veisla, sama hvað tautar og raular. Menn eru í þessari stöðu nú um mundir og enginn nær betur utan um það ástand en Dóra, sem er einmitt þolandi öfangreindra hörmunga – en líka uppgötvari dásamlegra uppgötvana. Skoðanabræður hafa þó einnig lagt áherslu á að gleyma ekki myrku hliðunum í þessu öllu saman, einkum Snorri, sem sérhæfir sig í neikvæðni og kvíða – því sem Bergþór hefur snilldarlega nefnt „smitandi sjálfsmorðsorku“. Horfið er aftur að því gamalkunna viðfangsefni þessa hlaðvarps og staðan tekin á þjáningunum.   Síðan er stiklað á stóru um helstu hugðarefni landsmanna, allt frá sumarbústaðarskömminni (hvert erum við komin) og til misfagurra dægrastyttinga í þessum sömu bústöðum, eins og til dæmis ósæmilegar sjálfssnertingar kvenna í kjölfar lestrar á bókum eftir Jón Kalman. Svo að ekki sé farið nánar út í það er best að vísa bara beint í efni þáttarins, og taka fram, að djúsinn er á vegum Útvarps 101. 

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.