#40 Skoðanir Magga sushi, skoðanabræðrafræðings II.

Ég myndi aldrei kalla hann annað en Magga sushi, en get skrifað hér að Magnús Jochum Pálsson er gestur afmælisþáttar Skoðanabræðra. 1 ár af fremsta hlaðvarpi landsins og megi þau vera þúsund enn, en það er ekk ekki von nema spurt sé hvert sé orðið okkar starf í sex hundruð sumur: Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Stefnan er að ræða það, en það fer náttúrulega út í aðra sálma, því aðrir sálmar eru það eina sem við kyrjum.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.