#70 Skoðanir Gunnhildar Fríðu Hallgrímsdóttur og Óskar Elfarsdóttur (nýju stjórnarskrárinnar)

Stærstu mál samtímans... Skoðanabræður gera þeim að sjálfsögðu skil. En það má heita umdeilt hver þau eru nákvæmlega... klámið, grasið og skeggið eða þá „róttækar“ stjórnmálalegar breytingar, sem mætti svo sem vera gæsalappalaus lýsing á þeirri ráðstöfun að setja þjóð nýja stjórnarskrá. Sú hugsjón er helsta ætlunarverk karlmanna vikunnar, Gunnhildar Örnu Hallgrímsdóttur og Óskar Elfarsdóttur, sem eru að vesenast í ríkjandi ástandi með því að dæla út vel heppnuðum áróðri á samfélagsmiðlum og svo sem á götum bæjarins sömuleiðis, en áróðurinn  lýtur allur að því að vekja fólk til vitundar um nýju stjórnarskrána, sem var skrifuð árið 2011, kosin árið 2012 og svo hunsuð alla tíð síðan.  Þetta plagg á að vera fært um að breyta samfélaginu mjög til batnaðar, aðeins ef vilji ráðamanna stæði til að færa það í nyt. Það gerir hann ekki, heldur er þetta vandræðabarn hálfgert, því að fólkið vill þetta, en stjórnmálamennirnir ekki. Eða alla vega vinstrisquad.. Skoðanirnar eru að sjálfsögðu skiptar. Fræðist!  Skoðanabræður eru á Útvarpi 101 og þeir þiggja styrki og áskriftir á Patreon, þeim ágæta vettvangi.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.