#72 Skoðanir Hallgríms Helgasonar

Höfundur Íslands… sem sagt Hallgrímur Helgason. Sem skrifaði einmitt bók sem heitir Höfundur Íslands, þar sem talað var illa um kommúnisma. Helstefna, segja hægrimenn, og voru ánægðir með bókina. Allt eðlilegt við það. Að vera skáld! Það er ágætur eiginleiki sem veitir innsýn. Eða þá að innsýnin valdi skáldskapnum. Hvernig sem það er hefur Hallgrímur frá ýmsu að segja og koma hans í þáttinn fellur vel að heimsmarkmiðum Skoðanabræðra, sem er að útvega hreinar skoðanir á færibandi. Hver er skoðun hans á 1) fornsögunum 2) Sjálfstæðisflokknum 3) bælingunni í íslensku samfélagi 4) Reykjavík 5) Siglufirði 6) hljóðbókum og 7) Instagram? Þetta er síðan síður en svo tæmandi listi,

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.