#78 Skoðanir Sigurjóns Sighvatssonar
www.patreon.com/skodanabraedur Sigurjón Sighvatsson, skilgreiningin á því að vera legend í leiknum, er genginn í bræðralagið. Hann hefur framleitt fleiri en 50 kvikmyndir og starfað í Hollywood í 35 ár. Meðal verka hans eru; Twin Peaks, Bevery Hills 90210, Killer Elite, Wild At Heart og Brothers. Hér setur hann m.a virðingu á nafn Robert DeNiro og svívirðingu á nafn Harvey Weinstein, segir sögur af Jason Statham, David Lynch og Madonnu, greinir frá hugleiðsluaðferðum sínum ásamt því að ræða bókmenntir, tónlist og ástandið á vinnumarkaðinum. Og þetta er engin virðing eða svívirðing á nöfn úr þægilegri fjarlægð netverjans eins og við flest þekkjum, heldur þekkir Sigurjón þetta fólk beinlínis. Innsýn! Útvarp 101 ber ábyrgð á þessum óskunda öllum.