#92 Skoðanir Siffa G. (II)

Handbremsa, stopp, beygja til vinstri. Þetta er ekki heillaskref. Raunar stórhættulegt og ætti að banna með umferðarlögum. En þetta eru örlög ófárra skeggjaðra einstaklinga sem einn daginn í sakleysi sínu sjá glitta í ljósið, eins og það heitir. Þeir ákveða að gá betur að því en sjá auðvitað ekki þá að það eru þeirra mestu mistök hingað til, því ljósið gleypir þá og þeim er þaðan af skapað að bera þungan kross um allan aldur. Vandinn er nefnilega sá að sá sem hefur séð ljósið ratar ekki aftur inn í myrkrið. En í myrkrinu líður manni best. Þetta er greinilega ekki spurning um það. Hér er rætt um Twitter, Rómaveldi, bandaríska pólitík, hryðjuverkastarfsemi og lesin upp alvöru tölvupóstsamskipti við Noam Chomsky. Það er sem sagt verið að skrifa söguna. Farið á Patreon! www.patreon.com/skodanabraedur. Útvarp 101.

Om Podcasten

www.patreon.com/skodanabraedur Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019. Skoðanabræðralagið er samfélag sem sigrar saman. Bergþór Másson stýrir ferðinni og kynnir hlustendur fyrir cutting edge hugmyndum sem bæta líf þeirra. Viðtöl við sigurvegara, snillinga og sérfræðinga sem hugsa frjálst. Umfjöllunarefni eru: Menning, stjórmál, listir, viðskipti, heilsa. Ekkert er okkur óviðkomandi. 5 þættir í mánuði. Fylgstu með á IG/X/Tiktok: @bm1995amorfati Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.