Horfðu til himins - Halldór Steinn

Í dag heyri ég í honum Halldóri Steini Halldór Steinn var í vandræðum með áfengi frá fyrsta sopa Hann fer yfir það með mér hvernig ákveðið stjórnleysi og vandræðagangur í æsku leiðir hann inn í drykkju sem litaðist strax af óreiðu. Halldór fer á heiðarlegan hátt hvernig hann drykkjan varð verri og verri þangað til hann gat ekki meir. Fyrir framan hann lá ákörðun sem getur reynst mörgum svo erfið "Ég þarf að hætta að drekka og ég þarf hjálp við það því é...

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.