Hringborðið - Haukur & Pálmi

Nýr þáttur nýr vinkill. Ég fékk til mín góðkunninga þáttarins og við settumst niður við svokallað hringborð. Hringborðið er hugsað þannig að fleiri en tveir komi saman til þess að ræða alkóhólismann. Tilgangurinn er að fá inn umræður og þannig fengið ákveðna dýpt í málefni sem upp eru sett hverju sinni. Þeir Haukur Einarsson og Pálmi Fannar Smárason eru hálfgerðir Guðfeður Skrauts Bakkusar því þeir hafa á bak við tjöldin hjálpað mér mjög mikið með þáttinn. Sjálfir ...

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.