Leiðin heim - Margrét Erla

Í dag fæ ég til mín hana Margréti Erlu sem fer yfir sína reynslusögu með mér. Við förum yfir sögu sem lýsir mjög vel hvernig alkóhólisminn þróast í brothættri ungri stelpu með brotna sjálfsmynd og þá leið sem hún var á þegar hún svo á endanum fann að hún þurfti hjálp. Framundan var erfiður tími að vinna úr lífinu í bata. Hún kemur vel inn á það hversu mikill munur er á batanum þegar hún sleppir vinnunni í kringum hann, eða þegar hún virkilega vinnur og ræktar batann. Ég s...

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.