Leikstjóri lífsins - Hrund

Gestur minn í þessum þætti heitir Hrund Ottósdóttir. Sagan hennar hefst á hæfileikaríkri ungri stúlku sem er að kynnast lífinu. þessi stúlka kynnist fljótlega kvíða, óöryggi og lendir í einelti áður en hún byrjar svo að drekka fjórtán ára gömul. Lífsins harka tekur svo við en röð áfalla skella á hana með stuttu millibili um átján ára aldur. Mesta áfallið er þegar hún missir tvíburabróður sinn sem féll fyrir eigin hendi. Hrund fer á afar einlæ...

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.