Reyndu aftur - Pálmi

Ég fæ góðkunningja þáttarins, hann Pálma Fannar, í heimsókn að þessu sinni. Þegar ég fæ Pálma með mér horfi ég á það sem "alkaspjall." Tveir alkóhólistar í bata að ræða málin og reyna eftir bestu getu að tala sig í átt að einhverri lausn. Hann kemur með pælingar að borðinu sem við svo ræðum í gegnum eins og við sjáum hlutina, alltaf út frá okkar reynslu. Það er komið inná mikið í þessum þætti, alveg frá vangaveltum um Guð eða æðri mátt, yfir í uppgjöfina, meðferðina og l...

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.