Stjórnleysið sem stjórnaði rútínunni - Halla Vilbergs

Gestur minn þessa vikuna heitir Halla Vilbergs. Ég var afskaplega glaður þegar hún Halla samþykkti að setjast niður með mér í Skrautinu því hún hefur verið ótrúlega dugleg og opinská með sína edrúmennsku. Þarna liggur fortíð og kyning hennar við áfengi. Þarna liggur líka þróun á drykkju sem við þekkjum mörg hver ansi vel. Feluleikurinn, óheiðarleikinn og það að skilja ekki hvernig aðrir skilja ekki af hverju maður á svo skilið einn bjór. Einn bjór sem öllu stjórnar öskrar að sjá...

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.