Vertíðarblús - Viktor

Í dag ræði ég við Vestmannaeyinginn Viktor Scheving Á afar einlægan og heiðarlegan hátt fer Viktor með okkur í gegnum sína reynslu. Hann byrjar mjög ungur að drekka í vinnunni í Vestmannaeyjum. Þaðan gerast hlutirnir mjög hratt og áður en hann veit af er hann algjörlega stjórnlaus, við það að verða róni á götunni eins og hann segir sjálfur. Hann fer yfir það með okkur hvernig sjómanns ferillinn byrjaði en þar fór drykkjan í veldisvöxt. Einu skiptin sem hann varð edrú á þes...

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.