Gunnlaugur Arnar | @GulliArnar
Gunnlaugur Arnar Ingason, betur þekktur sem Gulli Arnar opnaði bakarí í miðri Covid bylgju eftir að hafa flutt heim frá Danmörku fyrr á árinu. Gulli er menntaður bakari og konditor ásamt því er hann að vinna að meistararéttindum. Í þættinum fer Gulli yfir það hvernig áhuginn kviknaði að matreiðslu, dvölina í Danmörku, heimsmeistarakeppnina sem var flautuð af eftir 3 mánaða undirbúning og opnun bakarís á vægast sagt erfiðum tímum.