„Fegursta og besta hérað á öllu Íslandi“

Enn er lagt upp í tímaflakk. Að þessu sinni liggur leiðin austur á land, þar sem þarf að fylgja stúlkukorni þangað sem hún á að vaxa úr grasi. Á Ormarsstöðum eiga sér sorglegir atburðir stað, en Jóhann Frímann Jónsson eldri spáir í græjur og virkjanir, og gefur Tryggva Gunnarssyni kaupstjóra bréflega á snúðinn. Við látum ekki staðar numið fyrr en tannstöngull og eyrnaskafa hans hefur verið seld á uppboði ...   Tónlist eftir / Theme music by Crowander (https://www.crowander.com/)

Om Podcasten

Tímaflakk er ákjósanlegur ferðamáti. Í hlaðvarpinu húkka hlustendur sér far í jarðreisum hinna og þessara og ferðast með þeim aftur um ár og áratugi.