Breyta ætti sakamálalögum, kappræður demókrata og breytingar á námslán

Breyta ætti sakamálalögum til að leyfa lögreglu að halda mönnum lengur en tólf vikur í gæsluvarðhaldi í flóknari málum. Þetta er mat lektors í refsirétti. Stórt fíkniefnamál sem nú er fyrir dómstólum hefur beint sjónum manna að þessu álitaefni. Stígur Helgason talar við Jón Þór Ólafsson lektor í refisrétti. Donald Trump var Demókrötum hugleikinn í nótt í kappræðum tíu efstu frambjóðenda demókrata í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Spjótin beindust líka að Joe Biden sem enn leiðir baráttuna en Elizabeth Warren og Bernie Sanders fylgja fast á hæla hans. Heilbrigðismál, innflytjendamál og utanríkismál bar títt á góma og hvort og þá hversu langt til vinstri flokkurinn á að sveigja.Pálmi Jónasson segir frá. Útlit er fyrir breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Í júlí var sett í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna sem á að koma í stað LÍN. Helstu breytingar sem þar á að gera auk nafnabreytingarinnar eru að ljúki lánþegar prófi innan tilgreinds tíma verði 30% af námsláni þeirra felld niður; styrkur verði veittur til framfærslu barna lánaþega og lán skuli ávallt að fullu greidd þegar lánþegar eru 65 ára. Anna Kristín Pétursdóttir talar við Þóreyju Pétursdóttur

Om Podcasten

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.