Hagræðingar í ríkisrekstri og skilnaðarmál fyrir MDE

Nærri fjögur þúsund tillögur bárust um hvernig hægt væri að hagræða í ríkisrekstrinum. Gylfi Ólafsson, sem á sæti í hagræðingarhópnum, fer yfir vinnu hópsins og í hljóðver ræða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur Stephensen, formaður FA, um þetta útspil forsætisráðherra og hvaða vonir sé hægt að gera sér um það. Síðar í Speglinum verður fjallað um sérstakt skilnaðarmál sem kom til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu en eiginmaðurinn hélt því fram að kynlífsleysi væri skilnaðarsök.

Om Podcasten

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.