Óttast nýja kvótastétt og gamlar byggingar

Forstjóri Landsvirkjunar óttast að til verði ný kvótastétt ef áherslum verður breytt varðandi greiðslur fyrir vatnsréttindi vegna virkjanaframkvæmda og landsréttindi vegna fyrirhugaðra raforkuvera. Sérstaða íslenskrar byggingarsögu er að stærstur hluti bygginga er frá tuttugustu öld segir Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri húsverndarsviðs á Minjastofnun Íslands. Til stendur að aflétta umsagnarskyldu vegna viðhalds og breytinga á húsum sem byggð voru á árunum 1924 til 40 til að létta álagi af stofnuninni.

Om Podcasten

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.