Rúmlega hundrað mál á þingmálaskrá og tveir forsetar í Níkaragúa

Yfir hundrað mál eru á þingmálalista ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem kynntur var í dag. Lögum um strandveiðar og veiðigjöld verður breytt, herða á eftirlit með skammtímaleigu húsnæðis, stofna sérstakan sjóð sem fer með hlutdeildarlán, og innleiða bókun þrjátíu og fimm við EES-samninginn að fullu. Það bar til tíðinda suður í Ameríku í síðustu viku, að forsetastóllinn í Níkaragva var tvöfaldaður, í samræmi við nýsamþykktar „umbætur" á stjórnarskrá landsins. Sú sem áður var forsetafrú og varaforseti forsetans Daníels Ortega, Rosario Murillo, er nú með- eða sam-forseti hans. Saman eru þau alvaldir leiðtogar Níkaragva, því stjórnarskrárbreytingarnar fela þeim alla valdatauma í hendur.

Om Podcasten

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.