360° yfirferð á atriði Kendricks, bakvörðurinn Einar Karl og samkeppniseftirlitið á von bréfi.

Fórum yfir Söngvakeppni sjónvarpsins og ógleymanlegt söngatriði sem skildi engan eftir ósnortinn. Þýðingarmikið dress Kendricks Lamars sem útskýrir svo margt. Steik dagsins og Sigga Dögg.

Om Podcasten

Kjarnyrt umræða um málefni liðandi stundar þar sem rjóminn er fleyttur af troginu og málin skoðuð út frá öðrum vinklum en almennt þekkist í hlaðvarpsþáttum hérlendis.

Þó að knattspyrnutengd málefni séu leiðandi efnistök, hika þáttastjórnendur ekki við að færa umræðuna í þá áttir sem þeim hentar hverju sinni.

 Þáttastjórnendur eru Vilhjálmur Freyr Hallsson, skipatækjamaður og Andri Geir Gunnarsson, eilífðarstúdent og heimspekinemi.