Bestu deildar samantekt og hvað mun breytast með nýjum stjóra Manchester United?

Jói Skúli kom inn í Domino's stúdíóið og fór yfir Bestu deildar tímabilið sem leið. Steik tímabilsins valin og hvernig stóðust væntingar liðanna? Er ný bók Geirs H. Haarde enn eitt pólitíska útspil flokksins? Gervispilanir eru nýju sígaretturnar og hvað mun nýr stjóri Manchester United gera?

Om Podcasten

Kjarnyrt umræða um málefni liðandi stundar þar sem rjóminn er fleyttur af troginu og málin skoðuð út frá öðrum vinklum en almennt þekkist í hlaðvarpsþáttum hérlendis.

Þó að knattspyrnutengd málefni séu leiðandi efnistök, hika þáttastjórnendur ekki við að færa umræðuna í þá áttir sem þeim hentar hverju sinni.

 Þáttastjórnendur eru Vilhjálmur Freyr Hallsson, skipatækjamaður og Andri Geir Gunnarsson, eilífðarstúdent og heimspekinemi.