Albúmið - Jón Ólafsson og Kristján Freyr Halldórsson
Tónlistarmennirnir Jón Ólafsson og Kristján Freyr Halldórsson kryfja til mergjar eina af vinsælustu hljómplötunum allra tíma úr gullkistu hryntónlistarinnar Goodbye Yellow Brick Road. Árið 1973 sendi Englendingurinn Elton John frá sér sína sjöundu hljóðversplötu. Hún heitir Goodbye Yellow Brick Road og er almennt álitin hans besta verk þó um það megi vitaskuld deila eins og alltaf þegar listin er annars vegar. Á plötunni er að finna 18 lög sem er skipt niður á tvær breiðskifur; hún er sumsé tvöföld eins og það er kallað. Þátturinn var áður á dagskrá rásar 2 árið 2013