Árið sem Rásin fæddist, 1983
Doddi litli rifjar upp allskonar tónlist frá árinu 1983, þegar Rás 2 fór fyrst í loftið. Íslenskir tónspekulantar ræða um árið og nokkrar stjörnur ársins 1983 eru teknar tali. Meðal þeirra eru Martin Ware stofnandi Human League og Heaven 17, Mark King söngvari og bassaleikari Level 42, Holly Johnson söngvari Frankie Goes To Hollywood og Neil Arthur, söngvari Blancmange. Viljir þú upplifa árið 1983 er tilvalið að halla sér aftur og hlusta í tvo og háflan klukkutíma. Góða ferð og góða skemmtun. Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson.