Innrásin til Mars 1/2

Fyrri hluti. Hversu mikið mál er að senda fólk til Mars? Hvað tekur það langan tíma? Er hægt að snúa til baka? Hvernig er veðrið þar? Er hægt að halda sönsum í svona ferðalagi? En líkamlegri heilsu? Hvað með vatn, súrefni, mat...? Og hvernig er hægt að nota geimfarakúk til að verjast geimgeislum? Guðmundur Pálsson og Vilhelm Anton Jónsson velta þessum spurningum (og miklu fleiri) fyrir sér. Þeir ræða við sérfræðinga í geimferðum, stjörnufræði, læknisfræði, sálfræði og ræktun matvæla, á milli þess sem þeir spila skemmtilega geimtónlist.

Om Podcasten

Sumargjöf Rásar 2 inniheldur valda þætti úr dagskrá stöðvarinnar frá upphafi.