Sumar (fyrri hluti)
Fyrstu sólardagar sumarsins hafa gengið í garð og það er búið að vera BONGÓ. Sólardagar, útilegur, bústaðarferðir, þjóðhátíð og aðrar sérstakar uppákomur sem fylgja sumrinu eru oft tengdir við vímuefnaneyslu. Bobby, Bryndís og Hrafnhildur tala saman um þær áskoranir sem geta fylgt því að haldast edrú yfir sumartímann. Bobby og Hrafnhildur voru líka að byrja hjá sálfræðingi og tala um það við reynsluboltann Bryndísi. Spjallið varð langt og því er þetta aðeins fyrri hluti af tveimur, litla veislan.Grískar kjötbollur með kartöflum og sósu voru á boðstólnum á Vogi og um helgina var sýnd kvikmyndin Rocket Man.