25.04.2020

Rætt er við Lárus Jóhannsson eiganda verslunarinnar 12 tónar um tónlistarútgáfu risann Deutche Grammophone en tvær nýjar plötur með íslenskum tónlistarmönnum komu út í gær á vegum fyrirtækisins. Diskur Víkings Heiðars Ólafssonar, þar sem hann leikur verk eftir Debussy og Rameau, og verk Jóhanns Jóhannssonar Last and first men. Í þættinum hljóma einnig verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Hildi Guðnadóttur og fleiri listamenn sem eru á samningi hjá Deutche Grammophone og einnig verk af Bach diski Víkings Heiðars og Bach reworks diski hans.

Om Podcasten

Í þáttaröðinni Tónlist frá A - Ö rannsakar Arndís Björk Ásgeirsdóttir leyndardóma tónlistarinnar með aðstoð sérfræðinga.